top of page

Fyrirtækið 

Hefilverk ehf. var stofnað árið 1989 þegar Hilmar Guðmundsson og Elín Ívarsdóttir fjárfestu í sínum fyrsta veghefli. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og dafnað og átt þátt í því að leggja vegi víðsvegar um Ísland.

Hefilverk ehf. var stofnað árið 1989 af Hilmari Guðmundssyni og Elínu Ívarsdóttur þegar þau frjárfestu í sínum fyrsta veghefli, Caterpillar-12F árgerð 1971. Á sama tíma festu þau kaup á tveimur fjögurra kílóa N.M.T. farsímum sem voru ávallt með í för og þótti þetta sérstakt á þessum tíma. Viðskiptavinir gátu nú pantað verkefni á hvaða tíma dags. Hefilstjórinn gat því fullnýtt daginn og þurfti ekki lengur að koma við á skrifstofunni til að fá upplýsingar um næstu verkefni. Verkefnum fór fjölgandi og tveimur árum seinna bætti fyrirtækið við öðrum veghefli, Komatsu-GD623-A1 árgerð 1991. Birgir Guðmundsson, bróðir Hilmars, gekk þá til liðs við fyrirtækið og starfaði þar í nokkur ár. 

 

Árið 1998 hóf Ívan Örn Hilmarsson, sonur Hilmars og Elínar störf hjá Hefilverk sem skóflumaður á hæl. Hann gekk á eftir veghefli föður síns í tæp tvö ár en ákvað svo að næla sér í vinnuvélaréttindi. Árið 2000 byrjaði hann svo að vinna sem veghefilstjóri hjá Hefilverk ehf. og vinnur þar enn þann daginn í dag ásamt því að vera hluthafi. Á sama ári fjárfesti Hefilverk í tveimur nýjum vegheflum: Komatsu-GD625-A1 árgerð 1997 og Komatsu-GD-AE1 árgerð 2000. 

 

Árið 2005 var keyptur Caterpillar 140H veghefill og G.P.S. og T.P.S. vélstýribúnaður í tvo veghefla. Óhætt er að segja að með tilkomu vélstýribúnaðarins hafi verklag Hefilverks breyst. Í stað þess að mælinga- og tæknimenn mæti á vinnusvæðið og mæli allt út, geta þeir nú matað vélstýribúnaðinn með hæðarkvóta sem hann vinnur svo eftir. Með þessu verður öll nákvæmisvinna fyrir báða aðila mun auðveldari.

 

Í dag eru starfræktir tveir heflar en árið 2007 var keyptur nýr veghefill, Komatsu-GD655-A3C, í skiptum fyrir Caterpillar 140H. 

Frá stofnun fyrirtækisins hefur Hefilverk komið að mörgum krefjandi framkvæmdum. Þó að Hefilverk þjónustin helst á suðvesturhorni landsins hefur fyrirtækið unnið við framkvæmdir meðal annars á Akureyri, Ísafirði, Bolungarvík og í Noregi.

 

 

bottom of page