Starfsmenn
Hilmar Guðmundsson
Hilmar hóf störf sem veghefilsstjóri árið 1983 hjá verktakafyrirtækjunum Hlaðbæ hf. og Hagvirki hf. og starfaði hjá þeim í nokkur ár. Árið 1989 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Elínu Ívarsdóttur, verktakafyrirtækið Hefilverk ehf. Síðan þá hefur hann komið að mörgum stórum og krefjandi verkefnum í vegagerð víðsvegar um landið.
Elín Ívarsdóttir
Elín Ívarsdóttir er annar stofnandi og eigandi Hefilverks ehf. Frá upphafi hefur hún séð um bókhald og daglegan rekstur fyrirtækisins. Hún leggur áherslu á persónulega þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og er þekkt fyrir liðlegheit og jákvætt viðmót.
Ívan Örn Hilmarsson
Ívan Örn hefur starfað hjá Hefilverk í 16 ár og tekið að sér mörg krefjandi verkefni við vegaframkvæmdir og gangnagerðir hér heima og erlendis. Hann er hluthafi í fyrirtækinu og hefur sannað sig sem framúrskarandi vegheflistjóri.
Ívan Örn hefur gott orð á sér fyrir dugnað og jákvæðni í samskiptum.